Heimsókn í Listaháskóla Íslands
Jan
23
5:00 PM17:00

Heimsókn í Listaháskóla Íslands

Fyrsti viðburður ársins er boð í Listaháskóla Íslands. Rektor skólans, Fríða Björk Ingvarsdóttir tekur á móti hópnum og leiðir okkur í allan sannleik um starfsemina og fleira forvitnilegt.

Listaháskólinn er skóli allra listgreina. Hann er einstakur að því leyti að námsframboð er afar fjölbreytt enda eini háskólinn á fræðasviði lista á Íslandi og hefur því víðtæku hlutverki að gegna gagnvart landsmönnum.


Við hittumst á kaffitorginu í Listaháskólanum í Laugarnesi kl. 17:00, miðvikudaginn 23. janúar nk. Gengið er inn um aðalinngang frá neðra bílastæði við húsið og þaðan inn aðalganginn að kaffitorginu. Hlökkum til að sjá sem flestar.

Skráning á felaghaskolakvenna@gmail.com

View Event →
Aðalfundur Félags háskólakvenna og kvenstúdenta
May
29
4:30 PM16:30

Aðalfundur Félags háskólakvenna og kvenstúdenta

Fundurinn verður haldinn þriðjudaginn 29. maí nk. í aðalbyggingu Háskóla Íslands og hefst kl 16.30. 

Dagskrá fundarins: 
- Kosning fundarstjóra og -ritara
- Stjórn félagsins gerir grein fyrir störfum félagsins á starfsárinu
- Stjórn leggur fram endurskoðaða reikninga félagsins
- Kosning stjórnar
- Kosning skoðunarmanna reikninga
- Ákvörðun árgjalds
- Lagabreytingar. *** Sjá nánar um tillögur stjórnar um breytingar á lögum félagsins í meðfylgjandi skjali. ***
- Önnur mál. 

Vinsamlega tilkynnið þátttöku á felaghaskolakvenna@gmail.com.

Með kveðju
Stjórn FHK

View Event →