Back to All Events

Eliza Reid forsetafrú gestur FHK

Kæra félagskona Miðvikudaginn 23. mars nk frá kl 17-18.30 ætlum við að hittast á Hótel Holti, þar sem Geirlaug Þorvaldsdóttir fv. formaður Félags háskólakvenna mun taka vel á móti okkur.

Eliza Reid, bókahöfundur og forsetafrú mun ræða við okkur um fjölbreytileika og jafnrétti í samfélaginu og kynna bók sína „Sprakkar“. Í bókinni fjallar Eliza um margvísleg mál sem snúa að lífi og störfum kvenna á Íslandi. Við hlökkum til að sjá ykkur á Hótel Holti þar sem boðið verður upp á léttar veitingar.

Vinsamlega staðfestið mætingu á viðburðinn eigi síðar en 22. mars með því að senda tölvupóst á Guðmundu Smáradóttur ritara FHK á netfangið gudmunda@lbhi.is.

Earlier Event: February 23
Svefn og svefnvandamál kvenna