Félag háskólakvenna og kvenstúdenta var stofnað árið 1928 með það að markmiði að hvetja og styrkja konur til mennta, að virða og hlúa að vináttu þeirra og berjast fyrir sameiginlegum hagsmunamálum sem snerta bætta stöðu kvenna og stúlkna. Félagið hefur sannarlega haft áhrif, það hefur virkað sem öflugt tengslanet fyrir konur, það hefur styrkt konur fjárhagslega og staðið fyrir fræðslu og útgáfu og þannig haft áhrif á aðstöðu og skilyrði kvenna til menntunar í samfélaginu.


viltu taka þátt?

Ef þú vilt gerast félagskona í Félagi háskólakvenna er hægt að fylla út neðangreint form og senda inn. Árlegt félagsgjald er 5.500 krónur.