Málþing um stöðu drengja í menntakerfinu - óháð skólastigi

Félag háskólakvenna stendur fyrir opnu málþingi um stöðu drengja í menntakerfinu, óháð skólatstigi. Konur eru nú í meirihluta háskólanema á Íslandi og því ákvað stjórn félagsins að ástæða væri til að beina sjónum að stöðu drengja og ungra karlmanna í menntakerfinu hérlendis.

Reynslumiklir aðilar sem láta sig menntamál varða verða með erindi á ráðstefnunni, Ásta Dís Óladóttir formaður Félags háskólakvenna, Anna María Gunnarsdóttir varaformaður Kennarasambands Íslands, Guðrún Inga Sívertsen skólastjóri Verzlunarskóla Íslands og Tryggvi Hjaltason formaður Hugverkaráðs Samtaka iðnaðarins og starfsmaður greiningardeildar CCP og Vilborg Einarsdóttir meðstofnandi Mentor og framkvæmdastjóri Bravo Earth.

Að erindum loknum verða pallborðsumræður sem í taka þátt rektorar þriggja háskóla, Eyjólfur Guðmundsson rektor Háskólans á Akureyri, Jón Atli Benediktsson rektor Háskóla Íslands og Ragnhildur Helgadóttir rektor Háskólans í Reykjavík. Pallborðsumræðum stýrir Áshildur Bragadóttir varaformaður Félags háskólakvenna.

Málþingið fer fram 21. október í Hátíðarsal Háskóla Íslands og hefst kl. 15.00.

Allir velkomnir.

Streymt verður frá fundinum: https://livestream.com/hi/stadadrengja

Ný stjórn Félags háskólakvenna

Á aðalfundi Félags háskólakvenna sem haldinn var í Grósku í gær var kosin ný stjórn sem í sitja Ásta Dís Óladóttir, formaður,  Áshildur Bragadóttir, varaformaður, Guðmunda Smáradóttir, ritari, Vilborg Einarsdóttir, gjaldkeri, og Margrét Kristín Sigurðardóttir, meðstjórnandi. Varamenn eru Ruth Elfarsdóttir og Katrín Kristjana Hjartardóttir.

Félag háskólakvenna sem var stofnað árið 1928 er aðili að Alþjóðasambandi háskólakvenna (Graduated Women International, GWI). Félag háskólakvenna stendur meðal annars fyrir vali á Háskólakonu ársins og veitir rannsóknarstyrki auk þess að stuðla að umræðu og fræðslu. Í félaginu geta verið háskólamenntaðir einstaklingar sem útskrifast hafa úr íslenskum eða erlendum háskólum.

Á myndinni eru, talið frá vinstri, Margrét Kristín Sigurðardóttir,  Vilborg Einarsdóttir, Ásta Dís Óladóttir, formaður, Áshildur Bragadóttir, Ruth Elfarsdóttir, Guðmunda Smáradóttir og Katrín Kristjana Hjartardóttir.

Á myndinni eru, talið frá vinstri, Margrét Kristín Sigurðardóttir,  Vilborg Einarsdóttir, Ásta Dís Óladóttir, formaður, Áshildur Bragadóttir, Ruth Elfarsdóttir, Guðmunda Smáradóttir og Katrín Kristjana Hjartardóttir.

Aðalfundur FHK 2. júní

Stjórn Félags háskólakvenna boðar til aðalfundar félagsins miðvikudaginn 2. júní 2021 kl.  17.00.  Fundurinn verður haldinn í Grósku við Vatnsmýri á 1. hæð. Atkvæðisrétt hafa þeir sem greitt hafa félagsgjöld.

Dagskrá

  1. Kosning fundarstjóra og ritara.

  2. Stjórn félagsins gerir grein fyrir störfum félagsins.

  3. Stjórn leggur fram endurskoðaða reikninga félagsins.

  4. Kosning stjórnar.

  5. Kosning skoðunarmanna reikninga.

  6. Ákvörðun árgjalds.

  7. Kosning í fastanefndir samkvæmt ákvörðun stjórnar.

  8. Önnur mál.

Í framboði til stjórnar eru:

1.       Ásta Dís Óladóttir

2.       Áshildur Bragadóttir

3.       Vilborg Einarsdóttir

4.       Guðmunda Smáradóttir

5.       Margrét Kristín Sigurðardóttir

Til vara:

1.       Ruth Elfarsdóttir

 

Vinsamlegast tilkynnið mætingu með tölvupósti á netfangið felaghaskolakvenna@gmail.com.

Reykjavík, 24. maí 2021.

Stjórn Félags háskólakvenna

Háskólakona ársins 2020 er Hildur Guðnadóttir

Félag háskólakvenna hefur valið Háskólakonu ársins 2020. Fyrir valinu varð Hildur Guðnadóttir, tónskáld.

Þetta er í fjórða sinn sem Félag háskólakvenna, stofnað  1928, stendur fyrir vali á Háskólakonu ársins. Við valið er horft til þess að framlag Háskólakonu ársins til samfélagsins þyki skara fram úr, að hún sé brautryðjandi á sínu fagsviði og að hún sé góð fyrirmynd fyrir aðrar háskólakonur. Fjölmargar háskólakonur voru á forvalslista og er það samdóma álit stjórnar Félags háskólakvenna að Hildur Guðnadóttir uppfylli vel öll þau skilyrði sem sett eru fyrir valinu og þykir hún hafa sýnt í verki hverju það getur skilað að hafa góða menntun í farteskinu. Tilgangur þess að velja Háskólakonu ársins er að vekja athygli á fjölbreyttum starfsvettvangi háskólakvenna, beina kastljósinu að störfum þeirra og undirstrika framlag þeirra til samfélagsins. Auk þess sem félagið vill fagna framgangi þeirra, áræðni og sérstökum árangri.

Hildur Guðnadóttir, tónskáld og sellóleikari, er með BA gráðu frá Listaháskóla Íslands og framhaldsnám frá Universität der Künste í Berlín. Hildur hefur náð framúrskarandi árangri á sínu sviði og hlotið fjölmargar viðurkenningar og verðlaun fyrir tónverk sín. Hún hefur samið fjöldann allan af verkum fyrir kvikmyndir, sjónvarpsþætti, leikhús og margvísleg önnur listform. Hún hefur einnig gefið út hljómplötur með eigin verkum. Meðal fjölmargra viðurkenninga sem Hildur hefur hlotið eru Óskarsverðlaun, Golden Globe verðlaun, Grammy verðlaun,  Emmy verðlaun og BAFTA verðlaun. Þá hlaut hún tilnefningar til tveggja Grammy verðlauna fyrir tónlistina í kvikmyndinni Jóker.

Hanna Lára Helgadóttir, formaður Félags háskólakvenna: „Það má með sanni segja að Hildur sé vel að þessari viðurkenningu komin. Hún hefur náð stórkostlegum árangri á sínu sviði og fáir Íslendingar sem hafa náð viðlíka árangri. Það er okkur í stjórn Félags háskólakvenna því mikill heiður að veita Hildi þessa viðurkenningu.“

Vegna COVID-19 var Hildi afhent viðurkenningin með rafrænum hætti, þ.e. hún tók á móti viðurkenningunni í Berlín þar sem hún var stödd og stjórn Félags háskólakvenna var stödd í Grósku í Vatnsmýrinni í Reykjavík. 

Háskólakona ársins 2020 Hildur Guðnadóttir, tónskáld, með Golden Globe verðlaun.

Háskólakona ársins 2020 Hildur Guðnadóttir, tónskáld, með Golden Globe verðlaun.

Hildur Guðnadóttir, tónskáld.

Hildur Guðnadóttir, tónskáld.

Stjórn Félags háskólakvenna afhenti Hildi Guðnadóttur viðurkenninguna rafrænt, Hildur var stödd í Berlín og stjórnin í Grósku í Vatnsmýrinni, talið frá vinstri, Margrét Kristín Sigurðardóttir, ritari, Halldóra Traustadóttir, gjaldkeri, Helga Guðrún …

Stjórn Félags háskólakvenna afhenti Hildi Guðnadóttur viðurkenninguna rafrænt, Hildur var stödd í Berlín og stjórnin í Grósku í Vatnsmýrinni, talið frá vinstri, Margrét Kristín Sigurðardóttir, ritari, Halldóra Traustadóttir, gjaldkeri, Helga Guðrún Johnson, varaformaður, Hanna Lára Helgadóttir, formaður, og Elísabet Sveinsdóttir, meðstjórnandi.

Hanna Lára Helgadóttir, formaður FHK, stödd í Grósku í Vatnsmýri og Hildur Guðnadóttir, á tölvuskjá stödd í Berlín.

Hanna Lára Helgadóttir, formaður FHK, stödd í Grósku í Vatnsmýri og Hildur Guðnadóttir, á tölvuskjá stödd í Berlín.

Félag háskólakvenna styður vitundarvakningu um ofbeldi gegn konum

Félag háskólakvenna er aðili að alþjóðasamtökum háskólakvenna GWI og tekur þátt í að gera heiminn appelsínugulan til að vekja athygli á ofbeldi gegn konum út um allan heim. GWI hefur útbúið efni fyrir samfélagsmiðla til að vekja athygli á málefninu sem öll aðildarfélög fá til afnota. Félag háskólakvenna ætlar að nýta efnið í þá 16 daga sem vitundarvakningin stendur frá 25. nóvember.

Hér er hægt að nálgast efnið frá GWI: https://graduatewomen.org/wp-content/uploads/2020/11/GWI-2020-16-Days-of-Activism-Against-GBV-TOOLKIT_FINAL.pdf

1.png

Rannsóknarstyrkir FHK afhentir

Rannsóknarstyrkir Félags háskólakvenna voru afhentir í Bessastaðakirkju miðvikudaginn 26. ágúst. Félaginu bárust 12 umsóknir og voru það þær Marta Serwatco og Salvör Rafnsdóttir sem hlutu hvor um sig 250 þúsund króna styrk.

Rannsókn Mörtu lítur að mikilvægi hrota og öndunarstoppa fyrir andlega og líkamlega heilsu íslenskra barna. Rannsókn Salvarar snýr að uppgötvun frumuferla, gena og lyfja sem miðla kæliviðbragði í spendýrafrumum.

Í fyrra hlaut rannsóknarstyrk FHK Ingunn Gunnarsdóttir, doktorsnemi í umhverfis- og auðlindafræði við Háskóla Íslands með sérhæfingu í sjálfbærri orkuþróun og sjálfbærnivísum.

Salvör Rafnsdóttir og Marta Serwatco tóku við rannsóknarstyrkjum FHK í Bessastaðakirkju.

Salvör Rafnsdóttir og Marta Serwatco tóku við rannsóknarstyrkjum FHK í Bessastaðakirkju.

Gönguferð FHK frá Bessastaðakirkju í Gálgahraun

Félag háskólakvenna stóð fyrir göngu frá Bessastaðakirkju í Gálgahraun þar sem genginn var meðal annars Fógetastígur. Félagskonur fjölmenntu í gönguna og nutu þær náttúrufegurðar og fróðleiks en Anna Ólafsdóttir Björnsson, sagnfræðingur, var með áhugaverðar frásagnir á gönguleiðinni. Hluti félagskvenna gengu alla leið í Sjálandið á meðan aðrar gengu til baka til Bessastaðakirkju.

Á Facebook er hægt að skoða fleiri myndir frá göngunni.

Tekið var mið af sóttvarnareglum í göngunni.

Tekið var mið af sóttvarnareglum í göngunni.

Aðalfundur FHK 2020

Aðalfundur FHK fór fram í aðalbyggingu Háskóla Íslands þriðjudaginn 2. júní kl. 17-18. Á fundinn mættu 11 félagskonur. Stjórn gerði grein fyrir störfum félagsins, lagðir voru fram endurskoðaðir reikningar félagsins. Tvær lagabreytingar voru lagðar fyrir fundinn. Önnur var samþykkt en ákveðið að bíða með hina.

Stjórn gerði breytingartillögu um 3.gr. um félagsaðild þannig að félagið sé opið öllum sem lokið hafa háskólaprófi og aðild að félaginu sé ekki bundin við búsetu á Íslandi. Sú breytingartillaga var samþykkt á fundinum. Ákveðið var að bíða með breytingartillögu sem gerir ráð fyrir að í 1. gr. verði felld niður setning um aðild að Bandalagi kvenna í Reykjavík þar sem Félag háskólakvenna starfar á landsvísu og er í samstarfi við alþjóðasamtök háskólakvenna. 

Í stjórn Félags háskólakvenna 2020-2021 eru: Elísabet Sveinsdóttir, Hanna Lára Helgadóttir, Halldóra Traustadóttir, Helga Guðrún Johnson og Margrét Kristín Sigurðardóttir. Varamenn eru Auður Kristinsdóttir og Sandra Sif Magnúsdóttir.

Skýrsla stjórnar FHK starfsárið 2019-2020.

Stjórn FHK 2020-2021, talið frá vinstri: Margrét Kristín Sigurðardóttir, Hanna Lára Helgadóttir, Halldóra Traustadóttir, Helga Guðrún Johnson, og Elísabet Sveinsdóttir.

Stjórn FHK 2020-2021, talið frá vinstri: Margrét Kristín Sigurðardóttir, Hanna Lára Helgadóttir, Halldóra Traustadóttir, Helga Guðrún Johnson, og Elísabet Sveinsdóttir.

Heimsókn FHK í Bjarkarhlíð

Félag háskólakvenna stóð fyrir heimsókn í Bjarkarhlíð sem er miðstöð fyrir þolendur ofbeldis. Það var Ragna Björg Guðbrandsdóttir, teymisstjóri Bjarkarhlíðar, sem tók vel á móti félagskonum í húsakynnum Bjarkarhlíðar við Bústaðaveg. Ragna flutti áhugavert erindi fyrir félagskonur og í framhaldinu spunnust umræður. Formaður FHK, Halldóra Traustadóttir, þakkaði Rögnu fyrir góða innsýn í starfsemina og móttökurnar. Viðburðurinn fór fram fimmtudaginn 28. maí.

Halldóra Traustadóttir, formaður FHK, og Ragna Björg Guðbrandsdóttir, teymisstjóri Bjarkarhlíðar.

Halldóra Traustadóttir, formaður FHK, og Ragna Björg Guðbrandsdóttir, teymisstjóri Bjarkarhlíðar.

Margrét Kristín Sigurðardóttir, Halldóra Traustadóttir, Ragna Björg Guðbrandsdóttir, Hanna Lára Helgadóttir og Helga Guðrún Johnson.

Margrét Kristín Sigurðardóttir, Halldóra Traustadóttir, Ragna Björg Guðbrandsdóttir, Hanna Lára Helgadóttir og Helga Guðrún Johnson.

Aðalfundur FHK 2. júní kl. 17.00

AÐALFUNDARBOÐ

Stórn Félags háskólakvenna boðar hér með til aðalfundar félagsins þriðjudaginn 2. júní 2020 kl. 17.00.  Fundurinn verður haldinn í aðalbyggingu Háskóla Íslands.

Dagskrá

1.       Kosning fundarstjóra og ritara.

2.       Stjórn félagsins gerir grein fyrir störfum félagsins.

3.       Stjórn leggur fram endurskoðaða reikninga félagsins.

4.       Kosning stjórnar.

5.       Kosning skoðunarmanna reikninga.

6.       Ákvörðun árgjalds.

7.       Lagabreytingar, ef einhverjar eru.

8.       Kosning í fastanefndir samkvæmt ákvörðun stjórnar.

9.       Lagabreyting, tillaga stjórnar

10.   Önnur mál.

Stjórn leggur til eftirfarandi lagabreytingar.

Breytingartillaga á 1. gr. er að felld verði niður aðild að Bandalagi kvenna í Reykjavík. Félag háskólakvenna starfar á landsvísu og er í samstarfi við alþjóðasamtök háskólakvenna.  Stjórn telur aðild að Bandalagi kvenna í Reykjavík sé ekki lengur í takt við tíðarandann.

1.       gr. hljómar svo

Heiti félags, heimili og hlutverk

1.    gr.

Félagið heitir Félag háskólakvenna. Félagið er aðili að Alþjóðasambandi háskólakvenna (International Federation of University Women), Bandalagi kvenna í Reykjavík og Kvenréttindafélagi Íslands.

Heimili félagsins og varnarþing er í Reykjavík. Félagið er ekki rekið í hagnaðarskyni.

-------------------------------

Greinin hljóði því svo.

Félagið heitir Félag háskólakvenna. Félagið er aðili að Alþjóðasambandi háskólakvenna (GWI – Graduate Women International) og Kvenréttindafélagi Íslands.

Heimili félagsins og varnarþing er í Reykjavík. Félagið er ekki rekið í hagnaðarskyni.

Stjórn gerir breytingartillögu að 3.gr. um félagsaðild og telur tímabært að félagið sé opið öllum sem lokið hafa háskólaprófi og aðild að félaginu sé ekki bundin við búsetu á Íslandi.

Greinin er svohljóðandi.

Félagsaðild

3. gr.

Í Félagi háskólakvenna geta verið:

  1. Konur búsettar á Íslandi, sem útskrifast hafa úr íslenskum eða erlendum háskólum.

  2. Konur sem að loknu stúdentsprófi hafa tekið próf frá viðurkenndum sérskóla sem telst jafngilt háskólaprófi.

------------------------------------

Greinin hljóði svo;

Í Félagi háskólakvenna geta verið:

  1. Háskólamenntaðir einstaklingar sem útskrifast hafa úr íslenskum eða erlendum háskólum sem hægt er að færa sönnur á með afriti af háskólaprófi.

  2. Einstaklingar sem að loknu stúdentsprófi hafa tekið próf frá viðurkenndum sérskóla sem telst jafngilt háskólaprófi.

Vakin skal athygli á því að skv. lögum félagsins hafa einungis félagskonur sem greitt hafa félagsgjöld atkvæðisrétt á aðalfundi.

Reykjavík, 25. maí 2020.

Stjórn Félags háskólakvenna.

FHK_fb_profile-03.jpg

Hvað ef heimilið er ekki griðastaður? Heimsókn FHK í Bjarkarhlíð

Aukið heimilisofbeldi á tímum COVID-19 hefur verið mikið í umræðunni. Hvað er til ráða?

Félag háskólakvenna heimsækir Bjarkarhlíð sem er miðstöð fyrir þolendur ofbeldis fimmtudaginn 28. maí kl. 17.00. Ragna Björk Guðbrandsdóttir, teymisstjóri, tekur á móti félagskonum í húsakynnum Bjarkarhlíðar við Bústaðaveg.

Fjöldi takmarkast við 40 og því er mikilvægt að skrá sig sem fyrst í gegnum netfangið: felaghaskolakvenna@gmail.com.

Bjarkarhlíð.png

Guðrún Pétursdóttir fær heiðursviðurkenningu Félags háskólakvenna

Félag háskólakvenna veitti Guðrúnu Pétursdóttur heiðursviðurkenningu félagsins fyrir framlag hennar til rannsókna og vísinda og fyrir að vera einstök fyrirmynd og brautryðjandi. Mennta- og menningarmálaráðherra, Lilja Alfreðsdóttir, bauð félagskonum til móttöku í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu og fór afhending viðurkenningarinnar fram þar. Guðrún sem er dósent í fósturfræði og lífeðlisfræði við Hjúkrunarfræðideild á Heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands hefur verið framkvæmdastjóri Stofnunar Sæmundar fróða frá 2005. Guðrún er með doktorsgráðu í taugalíffræði frá háskólanum í Osló, MA-gráðu í lífeðlisfræði frá Oxford-háskóla og BA-gráðu í sálarfræði frá Háskóla Íslands. Guðrún tók við viðurkenningunni úr hendi mennta- og menningarmálaráðherra. Fjölmargar félagskonur mættu í boð ráðherra, þeirra á meðal voru Eliza Reid, forsetafrú, og Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti. Á myndinni eru, talið frá vinstri, Elísabet Sveinsdóttir, Eliza Reid, Vigdís Finnbogadóttir, Guðrún Pétursdóttir, Hanna Lára Helgadóttir, Lilja Alfreðsdóttir, Helga Guðrún Johnson og Margrét Kristín Sigurðardóttir.

Á Facebook FHK er hægt að skoða fleiri myndir.

Viðurkenning FHK.jpg
Guðrún og Lilja.jpg
_S4I8148.jpg
_S4I8162-2.jpg

Rannsóknarstyrkur FHK 2020

Félag háskólakvenna auglýsir eftir styrkumsóknum vegna rannsóknarstyrkjar fyrir árið 2020. Um er að ræða 500 þúsund króna rannsóknarstyrk til háskólakvenna í framhaldsnámi. Umsókninni þurfa að fylgja grunnupplýsingar um styrkþega, hámark 300 orða lýsing á rannsókninni, tímasetning rannsóknar og 100 orða lýsing á hvert framlag rannsóknarinnar er á því fræðasviði sem rannsóknin nær til.  

Umsóknir sendist á netfangið felaghaskolakvenna@gmail.com.

Umsóknarfrestur er til 1. mars næstkomandi. 

Rannsóknarstyrkur_auglýsing.png

Háskólakona ársins er Margrét Vilborg Bjarnadóttir

Félag háskólakvenna hefur valið Háskólakonu ársins 2019. Fyrir valinu varð dr. Margrét Vilborg Bjarnadóttir, aðstoðarprófessor í aðgerðagreiningu og tölfræði við Robert H. Smith viðskiptaháskólann í Maryland í Bandaríkjunum og stofn­andi sprota­fyr­ir­tæk­is­ins PayAna­lyt­ics.

Margrét Vilborg lauk BS gráðu í véla- og iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands 2001 og hlaut þá hæstu einkunn sem skráð hafði verið. Hún lauk doktorsgráðu frá MIT í Cambridge 2008. Rannsóknarritgerð hennar ber heitið Data-Driven Approach to Health Care – Applications Using Claims Data. Margrét Vilborg hefur verið meðhöfundur í fjölmörgum rannsóknargreinum sem birtar hafa verið í viðurkenndum ritrýndum tímaritum. Hún hefur flutt erindi víða um heim á ráðstefnum og fundum svo tugum skiptir. Hún hefur hlotið verðlaun og viðurkenningar fyrir kennslu, meðal annars var hún valin besti kennarinn í MBA valgreinum árið 2018 og hlaut virt kennsluverðlaun Robert H. Smith viðskiptaháskólans árið 2018-19. Þá hefur hún verið leiðbeinandi og ráðgjafi fjölmargra háskólastúdenta. En Margrét Vilborg hefur ekki eingöngu fengist við kennslu og fræðiskrif því hún er jafnframt stofnandi sprotafyrirtækisins PayAnalytics þar sem þróuð hefur verið hugbúnaðarlausn sem gerir stofnunum og fyrirtækjum kleift að framkvæma launagreiningar, skoða áhrif launaákvarðana og ráðast á launabil kynjanna með aðgerðaráætlun og kostnaðargreiningu. Hugbúnaðurinn gerir einnig mögulegt að halda launabilinu lokuðu með launatillögum fyrir nýráðningar og þá sem færast til í starfi. Í þessu felst heilmikil nýsköpun hjá Margréti Vilborgu en að baki lausninni er stuðst við flókin tölfræði- og stærðfræðilíkön, en lausnin sjálf setur fram gögnin á aðgengilegan og auðskiljanlegan máta. Ekki er nóg með að hugbúnaðurinn greini launamun kynjanna heldur kemur hann einnig með lausnir til úrbóta, auk þess að reikna kostnaðinn við aðgerðir til að eyða launabilinu þannig að allar launaákvarðanir geti orðið markvissari. Margrét Vilborg hlaut fyrir skömmu aðalverðlaun alþjóðlegs þings heimssamtaka frumkvöðla- og uppfinningakvenna GWIIN og Pay Analytics hlaut fyrstu verðlaun í keppni fyrir nýsköpunarfyrirtæki í Bandaríkjunum sem Wharton viðskiptaháskólinn í Pennsylvaníu stendur fyrir.

Við valið er horft til þess til viðbótar við að viðurkenningarhafi hafi háskólagráðu að framlag Háskólakonu ársins til samfélagsins þyki skara fram úr, að hún sé brautryðjandi á sínu fagsviði og að hún sé góð fyrirmynd fyrir aðrar háskólakonur. Það voru fjölmargar háskólakonur á forvalslista og var það samdóma álit stjórnar Félags háskólakvenna að Margrét Vilborg uppfylli vel öll þau skilyrði sem sett eru fyrir valinu og þykir hafa sýnt í verki hverju það getur skilað að hafa góða menntun í farteskinu. Tilgangur þess að velja Háskólakonu ársins er að vekja athygli á fjölbreyttum starfsvettvangi háskólakvenna, beina kastljósinu að störfum þeirra og rannsóknum og undirstrika framlag þeirra til samfélagsins. Auk þess sem félagið vill fagna framgangi þeirra, áræðni og sérstökum árangri.

Félag háskólakvenna var stofnað 1928. Í fyrsta skipti í sögu félagsins var efnt til vals á Háskólakonu ársins árið 2017. Þá varð fyrir valinu dr. Unnur Anna Valdimarsdóttir, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands, en Unnur lauk BA gráðu í sálfræði við Háskóla Íslands og doktorsgráðu í klínískri faraldsfræði við Karolinska Institutet í Svíþjóð. Unnur Anna hefur meðal annars unnið að vinna að einni stærstu rannsókn sem gerð hefur verið á samspili erfða og heilsufarslegra afleiðinga alvarlegra sálrænna áfalla. Í annað sinn varð fyrir valinu dr. Anna Þorvaldsdóttir, tónskáld, en hún lauk BA gráðu í tónsmíðum frá Listaháskóla Íslands og meistara- og doktorsgráðu í tónsmíðum frá University of California í San Diego og gegnir stöðu staðartónskálds við Sinfóníuhljómsveit Íslands. Verk Önnu sem hafa verið flutt víðsvegar um heiminn hafa hlotið fjölda viðurkenninga og verðlaun, meðal annars Tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs, verðlaun frá New York Filharmoníunni og  Lincoln Center.  

Á myndinni eru talið frá vinstri, Elísabet Sveinsdóttir, Halldóra Traustadóttir, formaður félagsins, Margrét Vilborg Bjarnadóttir, Helga Guðrún Johnson, Hanna Lára Helgadóttir og Margrét Kristín Sigurðardóttir.

Fréttablaðið

mbl.is

Smartland

Mannlíf

World News

FHK_Háskólakona ársins 2019.jpg

Rektor og aðstoðarrektor HÍ með áhugaverð erindi

Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, og Steinunn Gestsdóttir, aðstoðarrektor, tóku á móti Félagi háskólakvenna í Hátíðarsal HÍ og fluttu þar áhugaverð erindi um starfsemi skólans og umbótaverkefni sem unnið hefur verið að til að efla framgang kvenna í háskólaumhverfinu.

Á myndinni eru stjórn FHK ásamt rektor og aðstoðarrektor, talið frá vinstri: Helga Guðrún Johnson, Elísabet Sveinsdóttir, Steinunn Gestsdóttir, Jón Atli Benediktsson, Margrét Kristín Sigurðardóttir og Halldóra Traustadóttir.

FHK heimsókn í HÍ 01 10 2019 (3).JPG

Félagskonum boðið í heimsókn í Háskóla Íslands

Það fer vel á því að fyrsti fundur starfsársins verði í eina af okkar helstu menntastofnunum, Háskóla Íslands. Rektor Háskóla Íslands Jón Atli Benediktsson og aðstoðarrektor Steinunn Gestsdóttir bjóða félagskonum í heimsókn þriðjudaginn 1. október kl. 17.00 í Hátíðarsal í aðalbyggingu háskólans.

Dagskrá:
- Jón Atli Benediktsson mun segja frá starfsemi skólans og þeim metnaðarfullu markmiðum sem sett hafa verið fyrir skólann.
- Steinunn Gestsdóttir verður með áhugavert erindi um umbótaverkefni sem unnið hefur verið að til að efla framgang kvenna í háskólaumhverfinu þar sem meðal annars verður farið inn á kulnun og akademísk húsverk.

Veitingar verða í boði og því er skráning nauðsynleg.
Vinsamlega skráið ykkur á viðburðinn á Facebook síðu félagsins:

https://www.facebook.com/events/407310129927032/

HÍ.jpg
Heimsókn í HÍ.png