Góð umræða á málþingi FHK um stöðu drengja í menntakerfinu á Íslandi

Góð umræða var á málþingi FHK um stöðu drengja í menntakerfinu á Íslandi óháð skólastigi sem fram fór í Hátíðarsal Háskóla Íslands. Þátttakendur í dagskrá voru Ásta Dís Óladóttir formaður Félags háskólakvenna, Tryggvi Hjaltason formaður Hugverkaráðs Samtaka iðnaðarins og starfsmaður greiningardeildar CCP, Guðrún Inga Sívertsen skólastjóri Verzlunarskóla Íslands, Anna María Gunnarsdóttir, varaformaður Kennarasambands Íslands, Vilborg Einarsdóttir meðstofnandi Mentor og framkvæmdastjóri Bravo Earth, Eyjólfur Guðmundsson rektor Háskólans á Akureyri, Jón Atli Benediktsson rektor Háskóla Íslands og Ragnhildur Helgadóttir rektor Háskólans í Reykjavík.

Myndir/Kristinn Ingvarsson.

Á Facebook FHK er hægt að nálgast fleiri myndir frá málþinginu: https://www.facebook.com/photo/?fbid=284823590312828&set=pcb.284824710312716

Guðmunda Smáradóttir, ritari FHK, stýrði pallborðsumræðum með rektorum Háskólans á Akureyri, Háskólans í Reykjavík og Háskóla Íslands.

Fyrirlesarar ásamt formanni FHK, talið frá vinstri, Anna María Gunnarsdóttir, varaformaður Kennarasambands Íslands, Ásta Dís Óladóttir, formaður FHK, Tryggvi Hjaltason formaður Hugverkaráðs Samtaka iðnaðarins og starfsmaður greiningardeildar CCP, Guðrún Inga Sívertsen skólastjóri Verzlunarskóla Íslands, og Vilborg Einarsdóttir meðstofnandi Mentor og framkvæmdastjóri Bravo Earth.