Back to All Events

Heimsókn til umboðsmanns barna

Umboðsmaður barna, Salvör Nordal, ætlar að taka á móti Félagi háskólakvenna þriðjudaginn 26. mars næstkomandi kl. 17.00. Heimsóknin fer fram í húsakynnum umboðsmanns barna í Kringlunni 1. Umboðsmaður barna á Íslandi er eins og nafnið gefur til kynna verndari ungra Íslendinga, vinnur að bættum hag barna og ungmenna allt að 18 ára aldri og stendur vörð um hagsmuni, réttindi og þarfir þeirra bæði gagnvart opinberum aðilum og einkaaðilum á öllum sviðum samfélagsins. Viðfangsefni umboðsmanns barna eru fjölmörg og ætlar Salvör að segja okkur frá starfi sínu og helstu málefnum sem hún er að fást við.

Skráning á netfangið felaghaskolakvenna@gmail.com.

Umboðsmaður barna.png
Earlier Event: January 23
Heimsókn í Listaháskóla Íslands
Later Event: May 28
Aðalfundur FHK