Félag háskólakvenna var stofnað 1928

fhk_14112018-19.jpg

Fimm háskólakonur stofnuðu félagið

Félag háskólakvenna var stofnað 7. apríl 1928. Björg C. Þorláksson Blöndal, sem var fyrst íslenskra kvenna til að ljúka doktorsprófi hafði kynnst háskólakvennafélögum í Kaupmannahöfn og París. Hún hvatti Önnu Bjarnadóttur til þess að stofna slíkt félag á Íslandi sem hún gerði árið 1928 ásamt Jóhönnu Dagmar Magnúsdóttur, Katrínu Skúladóttur Thoroddsen, Kristínu Ólafsdóttur og Thyru Ingibjörgu Jensdóttur Loftsson.

Þessar fimm háskólamenntuðu konur stofnuðu Félag háskólamenntaðra kvenna árið 1928. Fjöldi háskólamenntaðra kvenna á Íslandi fyllti ekki svo stóran hóp að það fullnægði kröfum um virkt félag sem gæti gengið í Alþjóðasamtök háskólakvenna. Stofnendurnir buðu því öllum kvenstúdentum að ganga í félagið árið 1929 og var nafni þess þá breytt í Kvenstúdentafélag Íslands og Félag íslenskra háskólakvenna.

Þessu var síðar snúið við og var heiti félagsins Félag íslenskra háskólakvenna og Kvenstúdentafélag Íslands.

felag_haskolakvenna_verdlaun-2.jpg

stofnendur félagsins

Anna Bjarnadóttir

f. 11.7.1897 í Reykjavík, d. 9.12.1991.

Foreldrar: Bjarni Sæmundsson og Steinunn Anna Metta Sveinsdóttir. Stúdent frá MR 1916.

Norrænunám við HÍ 1916-1919, enskunám í London 1919-1922, Intermediate of Arts 1920 (latína, enska, franska og danska). B.A. Honours 1922. Kennari við MR 1923-31 og í Reykholti frá 1933. Stofnandi og ritari Kvensdúentafélgas Íslands 1928-33. Fulltrúi Íslands á alþjóðaþingi háskólakvenna í Genf 1929. Vann að orðabók Sigfúsar Blöndals 1917-19.

Maki: Einar Ingimar Guðnasson prófastur og kennari.

Jóhanna Dagmar Magnúsdóttir

f. 22.6.1896 í Árbæ Holtum, d. 12.9.1981. Foreldrar: Hans Magnús Torfason, sýslumaður og Petrine Thora Camilla Stefánsdóttir Bjarnason.

Stúdent frá MR 1914. Nám í lyfjafræði í Ísafjarðarapóteki 1914-1917 og Steno Apotek í Kaupmannahöfn 1917-18. Cand.pharm 1919 fráDen pharmaceutiske Læreanstalt í Kaupmannahöfn, fyrst íslenskra kvenna. Stofnandi og fyrsti lyfsali Lyfjabúðarinnar Iðunnar 1928-61.

Maki: Guðmundur Óskar Einarsson læknir.

Katrín Skúladóttir Thoroddsen

f. á Ísfirði 7.7.1896, d. 11.5.1970.

Foredlrar: Skúli Thoroddsen sýslumaður, bæjarfógeti, ritstjóri og aflþingismaður og kona hans Theódóra Friðrikka Guðmundsdóttir Thoroddsen húsfreyja og skáldkona. Þau bjuggu á Ísafirði, Bessastöðum á Álftanesi og síðar í Reykjavík.

Stúdent frá MR 28. júní 1915, cand.med. frá HÍ 1921. Sérfræðingsleyfi í barnasjúkdómum 1927. Námsferðir til Evrópulanda og Kína til að kynna sér heilsugæslu og heilsuvernd barna.

Katrín var ógift og barnlaus.

Kristín Ólafsdóttir

f. 21.11.1889, d. 20.8.1971.

Foreldrar: Ólafur Ólafsson, prestur í Lundi í Borgarfirði, síðar prófastur í Hjarðarholti í Dalasýsl og Ingibjörg Pálsdóttir húsfreyja.

Stúdent frá MR júní 1911, cand.med 1917. Hún var fyrsta konan til að ljúka prófi í læknisfræði frá Háskóla Íslands.

Maki: Vilmundur Jónsson, læknir á Ísafirði og síðar landlæknir.

Thyra Ingibjörg Jensdóttir Loftsson

Fædd Lange 7.2.1901 í Reykjavík, d. 23.10.1970.

Foredlrar: Jens SeverinLange, málarameistari í Reykjavík og Þuríður Jakobsdóttir Lange handavinnukennari.

Stúdent frá MR 1920, cand odont frá Tannlæknaskólanum í Kaupmannahöfn 1925. Fyrsta íslenska konan sem lauk tannlæknaprófi. Meðstofnandi Tannlæknafélags Íslands 1927, kjörin heiðursfélagi þess á 40 ára afmli félagsins. Var um tíma í sjtórn Kvenstúdentafélags Íslands.

Maki: Pálmi Anton Loftsson skipstjóri og forstjóri Skipaútgerðar ríkisins.