Sep
16
4:30 PM16:30

Stefnumótunarfundur Félags háskólakvenna

Stjórn Félags háskólakvenna efnir til stefnumótunarfundar mánudaginn 16. september kl. 16.30-18.30 í húsnæði Íslandsbanka við Smáralind í Kópavogi. Óskað er eftir að allar þær sem taka þátt í fundinum verði búnar að kynna sér félagið á vefsíðunni www.felaghaskolakvenna.is. Allar háskólakonur eru velkomnar.

Með kveðju,
Stjórn FHK

be-creative-creative-drawing-256514.jpg
View Event →
May
28
4:30 PM16:30

Aðalfundur FHK

Aðalfundur Félags háskólakvenna verður haldinn 28. maí kl. 16.30 í höfuðstöðvum Íslandsbanka, Norðurturni Smáralindar, í fundarsalnum Turninum. Vinsamlega tilkynnið þátttöku á felaghaskolakvenna@gmail.com. 

FHK_logo_lodrett.jpg
View Event →
Heimsókn til umboðsmanns barna
Mar
20
8:30 PM20:30

Heimsókn til umboðsmanns barna

Umboðsmaður barna, Salvör Nordal, ætlar að taka á móti Félagi háskólakvenna þriðjudaginn 26. mars næstkomandi kl. 17.00. Heimsóknin fer fram í húsakynnum umboðsmanns barna í Kringlunni 1. Umboðsmaður barna á Íslandi er eins og nafnið gefur til kynna verndari ungra Íslendinga, vinnur að bættum hag barna og ungmenna allt að 18 ára aldri og stendur vörð um hagsmuni, réttindi og þarfir þeirra bæði gagnvart opinberum aðilum og einkaaðilum á öllum sviðum samfélagsins. Viðfangsefni umboðsmanns barna eru fjölmörg og ætlar Salvör að segja okkur frá starfi sínu og helstu málefnum sem hún er að fást við.

Skráning á netfangið felaghaskolakvenna@gmail.com.

Umboðsmaður barna.png
View Event →
Heimsókn í Listaháskóla Íslands
Jan
23
5:00 PM17:00

Heimsókn í Listaháskóla Íslands

Fyrsti viðburður ársins er boð í Listaháskóla Íslands. Rektor skólans, Fríða Björk Ingvarsdóttir tekur á móti hópnum og leiðir okkur í allan sannleik um starfsemina og fleira forvitnilegt.

Listaháskólinn er skóli allra listgreina. Hann er einstakur að því leyti að námsframboð er afar fjölbreytt enda eini háskólinn á fræðasviði lista á Íslandi og hefur því víðtæku hlutverki að gegna gagnvart landsmönnum.


Við hittumst á kaffitorginu í Listaháskólanum í Laugarnesi kl. 17:00, miðvikudaginn 23. janúar nk. Gengið er inn um aðalinngang frá neðra bílastæði við húsið og þaðan inn aðalganginn að kaffitorginu. Hlökkum til að sjá sem flestar.

Skráning á felaghaskolakvenna@gmail.com

View Event →
Aðalfundur Félags háskólakvenna og kvenstúdenta
May
29
4:30 PM16:30

Aðalfundur Félags háskólakvenna og kvenstúdenta

Fundurinn verður haldinn þriðjudaginn 29. maí nk. í aðalbyggingu Háskóla Íslands og hefst kl 16.30. 

Dagskrá fundarins: 
- Kosning fundarstjóra og -ritara
- Stjórn félagsins gerir grein fyrir störfum félagsins á starfsárinu
- Stjórn leggur fram endurskoðaða reikninga félagsins
- Kosning stjórnar
- Kosning skoðunarmanna reikninga
- Ákvörðun árgjalds
- Lagabreytingar. *** Sjá nánar um tillögur stjórnar um breytingar á lögum félagsins í meðfylgjandi skjali. ***
- Önnur mál. 

Vinsamlega tilkynnið þátttöku á felaghaskolakvenna@gmail.com.

Með kveðju
Stjórn FHK

View Event →