Rannsóknarstyrkur FHK 2018

FHK Rannsóknarstyrkur 2018.jpg

FKA 2018

Í tilefni af 90 ára afmæli Félags háskólakvenna veitir félagið rannsóknarstyrk á árinu 2018. Um er að ræða 500 þúsund króna styrk til háskólakonu í framhaldsnámi. Umsókninni þurfa að fylgja grunnupplýsingar um styrkþega, stutt lýsing á rannsókninni, tímasetning rannsóknar og hvert framlag rannsóknarinnar er á því fræðasviði sem rannsóknin nær til.

Hægt er að senda inn umsóknir á netfangið: felaghaskolakvenna@gmail.com.

Umsóknarfrestur er til 31. október 2018.


alþjóðasamtök

Félag háskólakvenna er aðili að alþjóðasamtökunum Graduate Women International.

Á vef samtakanna er hægt að sjá hvaða styrkir eru veittir á þessari slóð: https://www.graduatewomen.org/what-we-do/grants-fellowships/