Félag háskólakvenna boðar til fyrsta fundar þetta haustið í Háskóla Íslands þriðjudaginn 16. september frá kl: 11:45-12:45. Nýr rektor HÍ, Silja Bára Ómarsdóttir, býður félagskonum í hádegisspjall í Sögu við Hagatorg þar sem áður var Hótel Saga. Inngangur er við norður inngang, til móts við Þjóðarbókhlöðu.
Rektor mun fjalla um framtíðarsýn HÍ, verkefnin framundan og mikilvægi fræðastarfs á átakatímum.
Félagskonur eru hvattar til að mæta, eiga notalega stund saman og taka þátt í áhugaverðum umræðum um framtíð háskólasamfélagsins.
Léttar hádegisveitingar verða í boði og velkomið að bjóða vinkonu með sér. Nauðsynlegt er að skrá mætingu.
Staður: Háskóli Íslands, Saga við Hagatorg. Inngangur við norður inngang, til móts við Þjóðarbókhlöðu. 2. hæð stofa 262
Stund: 16. september kl: 11:45-12:45
Skráning: felaghaskolakvenna@gmail.com