Cynthia Trililani hlýtur rannsóknastyrk FHK 2022

Á aðalfundi Félags háskólakvenna (FHK) sem haldinn var föstudaginn 13. maí kl. 16.30 á Hótel Holti hlaut Cynthia Trililani, doktorsnemi við Menntavísindasvið Háskóla Íslands 500.000 kr. rannsóknastyrk FHK 2022.

Í doktorsrannsókninni skoðar Cynthia mæður innflytjenda og reynslu þeirra af því að sækja sér æðri menntun í íslenskum háskólum ásamt því að sinna margþættri ábyrgð. Jafnframt er í rannsókninni skoðað hvernig mæðurnar skynja hlutverk menntunar í lífi sínu og hverju þær vonast til að ná fram með menntun sinni.

Aðspurð segir Cynthia: “Áhugi minn á að framkvæma þessa rannsókn er undir áhrifum af reynslu minni sem innflytjendamóðir . Ég tel að menntun sé öflugt tæki til að umbreyta lífi kvenna og styrkja konur til að skapa sér það líf sem þær vilja. Menntun mun hjálpa konum að öðlast fjárhagslegt sjálfstæði og auka persónulegan þroska sinn.”

Alls bárust 25 umsóknir um rannsóknarstyrkinn og voru rannsóknirnar allar mjög áhugaverðar og metnaðarfullar.

Stjórn FHK óskar Cynthiu innilega til hamingju með styrkinn og velfarnaðar í námi og starfi.

Cynthia Trililani tekur á móti rannsóknarstyrknum af hendi Dr. Ástu Dís Óladóttur formanni FHK

Stjórn FHK ásamt styrkhafa (frá vinstri): Vilborg Einarsdóttir, Cynthia Trililani, Ásta Dís Óladóttir, Áshildur Bragadóttir og Guðmunda Smáradóttir. Á myndina vantar Ruth Einarsdóttur stjórnarkonu.

Cynthia Trililani styrkhafi.