Margrét Kristín Sigurðardóttir kjörin nýr formaður

Margrét Kristín Sigurðardóttir er nýr formaður Félags háskólakvenna, FHK. Frá þessu er greint í fréttatilkynningu FHK. 

Félagið er hluti af alþjóðasamtökum háskólakvenna, GWI og fagnar það 90 ára afmæli sínu á þessu ári. Meðal heiðursfélaga FHK eru Vigdís Finnbogadóttir og Geirlaug Þorvaldsdóttir. 

Með Margréti í stjórn FHK eru Elísabet Sveinsdóttir, Hanna Lára Helgadóttir, Helga Guðrún Johnson og Halldóra Traustadóttir.