Boð í Listaháskóla Íslands

Félagi háskólakvenna var boðið í heimsókn í Listaháskóla Íslands miðvikudaginn 23. janúar. Félagskonur fjölmenntu en um 40 konur mættu þrátt fyrir mikinn snjóþunga og erfiða færð þennan dag. Það var rektor háskólans, Fríða Björk Ingvarsdóttir, sem tók á móti félagskonum ásamt tveimur samstarfskonum sínum. Boðið var upp á sýnisferð um skólann og endað í fyrirlestrarsal þar sem rektor sagði frá starfsemi skólans, meðal annars húsnæðismálum skólans en skólinn er með starfsemi víða um borgina. Að erindi rektors loknu var efnt til umræðna. Móttökurnar voru góðar og var félagskonum boðið upp á veitingar. Á myndinni eru talið frá vinstri, Hanna Lára Helgadóttir, Elísabet Sveinsdóttir, Fríða Björk Ingvarsdóttir og Margrét Kristín Sigurðardóttir. Á Facebook FHK er hægt að skoða fleiri myndir.

FHK heimsókn í LHÍ 23 01 2019.png